Ýmis heilræði

Sparnaður frekar en lán

Það borgar sig alltaf að spara fyrir hlutunum heldur en að taka lán fyrir þeim. Ekki kaupa hluti ef þú átt ekki fyrir þeim.
 
Læra af reynslu annarra
Leitaðu ráða hjá foreldrum og skyldmennum þegar þú tekur ákvarðanir í fjármálum. Lærðu af reynslu þeirra.
 
Ábyrgðir og undirskriftir
Skrifaðu aldrei undir neitt, án þess að þú gerir þér grein fyrir afleiðingunum. Ekki láta neinn þrýsta á þig að skrifa undir eitthvað sem þú skilur ekki fyllilega. Alltaf lesa smáa letrið og ekki hika við að spyrja spurninga. 
 
Vanskil
Ef þú sérð fram á að geta ekki borgað reikninginn þinn, hafðu þá samband við fyrirtækið sem þú skuldar til að semja um greiðslur. Það er alltaf betra að reyna að semja við lánadrottna en að lenda á vanskilaskrá.
 
Margt smátt gerir eitt stórt
Að venja sig á að spara reglulega margborgar sig. Ekki kasta peningum á glæ og mundu að litlar upphæðir geta orðið að fúlgu fjár.
 
Aflaðu þér þekkingar
Fylgstu með fréttum af viðskiptum, fjármálum og stjórnmálum. Það mun gera þér kleift að draga eigin ályktanir og taka betri ákvarðanir. Mennt er máttur og það á við um fjármál eins og annað.
 
Vertu ábyrgur neytandi
Leitastu við að taka góðar ákvarðanir þegar þú kaupir þér vörur og þjónustu. Veltu því fyrir þér hvort þú þurfir á hlutnum að halda eða hvort þig einfaldlega langi í hann. Ekki eignast fullt af óþarfa hlutum. Eyddu frekar í það sem skiptir þig máli.
 
Þú berð ábyrgð á þínum fjármálum
Það er erfitt fyrir okkur að breyta öðrum og auðvelt að kenna öðrum um. Taktu ábyrgð á þínum eigin fjármálum. Talaðu við foreldra þína og þá sem þú treystir um peninga. Ekki vera hrædd(ur) við bankastarfsmenn og gerðu kröfur til bankans þíns. Komdu ekki öðrum í vandræði út af þínum fjármálum.