Kannanir hafa sýnt að sögulega er hlutfall Íslendinga sem telja sig bundna tryggðarböndum við bankann sinn hátt miðað við þjóðir í kringum okkur. Hér eru nokkur heilræði í bankaviðskiptum
Það getur verið mjög lærdómsríkt fyrir börn og unglinga að fara með foreldrum sinum að versla. Þannig læra þau á peninga og hvað hlutirnir kosta. Hægt er að gera verslunarferðina bæði skemmtilega og fræðandi ef viljinn er fyrir hendi.
Nemendur tíunda bekkjar Austurbæjarskóla fengu afhent fyrstu eintökin af Hvað kosta ég? í verslun Eymundsson á Skólavörðustígs á fimmtudaginn. Bókin fæst nú til sölu í Eymundsson og Hagkaupum um land allt.