Sjö heilræði í bankaviðskiptum

Kannanir hafa sýnt að sögulega er hlutfall Íslendinga sem telja sig bundna tryggðarböndum við bankann sinn hátt miðað við þjóðir í kringum okkur. Hér eru nokkur heilræði í bankaviðskiptum

  • Bankinn þarf á viðskiptavinum að halda og á að gera vel við þig.
     
  • Gerðu verðsamanburð. Kannaðu hvaða vexti þú ert að fá eða greiða í þínum banka og berðu saman við sambærilega þjónustu í öðrum bönkum.
     
  • Ef þú getur fengið hagstæðari kjör annars staðar, spurðu bankann þinn hvernig standi á því.
     
  • Hikaðu ekki við að krefjast hagstæðari kjara.
     
  • Hikaðu ekki að kvarta ef þú ert ekki sátt(ur) við bankann þinn og þá þjónustu sem hann veitir.
     
  • Það er yfirleitt lítið mál að skipta um banka ef þér líst betur á annan. Nýi bankinn sér alfarið um skiptin fyrir þig ef þú leyfir honum það með undirskrift.
     
  • Ekki tengjast nokkrum banka slíkum tryggðarböndum í huganum að þú getir ekki skipt um banka til að fá betri kjör og þjónustu.