Kannanir hafa sýnt að sögulega er hlutfall Íslendinga sem telja sig bundna tryggðarböndum við bankann sinn hátt miðað við þjóðir í kringum okkur. Hér eru nokkur heilræði í bankaviðskiptum
Það getur verið mjög lærdómsríkt fyrir börn og unglinga að fara með foreldrum sinum að versla. Þannig læra þau á peninga og hvað hlutirnir kosta. Hægt er að gera verslunarferðina bæði skemmtilega og fræðandi ef viljinn er fyrir hendi.
Hægt er að spara sér ýmis konar útgjöld með því að gera hlutina sjálf(ur). Amma tók jú slátur sjálf en keypti það ekki úti í búð og afi fór ekki með bílinn út í bæ til að láta þvo hann heldur gerði það sjálfur.