Námskeið í boði

Hvað kosta ég? - Námskeið fyrir kennara
Mon, 10/31/2011 - 13:35,

Með óvissu efnahagsástandi og auknum kröfum um beint lýðræði mun ungt fólk í dag þurfa að taka þátt í stórum ákvörðunum sem hafa mikil áhrif á líf þeirra. 

Við teljum það betra að kennararnir þeirra undirbúi þau undir það frekar en fjármálastofnanir og hagsmunahópar. 

Við bjóðum þess vegna upp á námskeið fyrir kennara sem vilja fræðast um kennslubókina Hvað kosta ég? og hvernig er hægt að nota hana og vefsíðu Fjármálaskólans til kennslu í lífsleikni eða fjármálafræðslu. 

Hvert námskeið er eitt kvöld - 3 tímar frá kl. 18.30 – 21.30. Kennt er á mánudagskvöldum. 

Dagskrá:

1) Staðan eftir efnahagshrun. Hvaða ákvarðanir þarf unga fólkið að búa sig undir að taka í framtíðinni?

2) Markaðssetning til barna og unglinga og óháð fjármálafræðsla.

3) Hvernig notum við Hvað kosta ég? og Fjármálaskólinn.is?

4) Kynning á leikjum og verkefnum. 

Verð: 

10.000 kr.  
 
Kennarar geta sótt um styrk í Vonarsjóð vegna þáttöku í námskeiðinu. 
 

Staðsetning: 

Skólavefurinn, Laugavegi 163a, 105 Reykjavík. 4. hæð, gengið inn bakatil í gegnum undirgöng Laugavegsmegin.