Það er skynsamlegt að versla á útsölum. Hér eru fjögur góð ráð til að hafa í huga þegar þær skella á.
- Kauptu eitthvað sem þú hefðir keypt þótt það væri ekki á útsölu. Þú gætir annars látið frá þér peninga sem þú hefðir aldrei eytt í hluti sem þig vantar ekki eða langar ekki svo mikið í eftir allt saman.
- Mættu snemma á útsölur. Þá er líklegast að finna það sem mann vantar eða langar í, áður en það klárast. Algengar stærðir á fatnaði hverfa fljótt af útsölum og sömuleiðis nýjustu vörurnar. Verð lækkar á útsölum eftir því sem lengra líður á þær, en verslanir eiga það til að fylla hillur og borð með eldri varning sem seldist ekki á fyrri útsölum. Sumar verslanir leyfa viðskiptavinum að skrá sig á póstlista að koma á for-útsölur áður en útsalan hefst og ef þú ert hrifin(n) af því sem þær bjóða upp á gæti það verið sniðugt.
- Gerðu innkaupalista og berðu saman verð. Settu þér markmið varðandi vörur sem þig vantar og upphæðir sem þú ert reiðubúin(n) að greiða.
- Gerðu ráð fyrir árstíðabundnum útsölum. Reiðhjól, hjólabretti, golfvörur og sumarfatnaður er ódýrastur á haustinn. Bestu kaupin í skíðavörum og vetrarfatnaði eru á vorin og sumrin. Hugsaðu fram í tímann, það gæti borgað sig frekar en að uppgötva um miðjan vetur að mann vantar þykka hanska þegar þeir eru sem dýrastir.
Category: