Fimm góð ráð fyrir foreldra til að gera börn og unglinga meðvitaðri um peninga.
- Verslum saman í matinn. Skrifið innkaupalista og leitum saman að því sem vantar. Berum saman verð á ólíkum vörumerkjum og ræðum hvers vegna við kaupum eitt umfram annað. Ræðum saman um af hverju við völdum verslunina sem við gerðum innkaupin í. Tökum ákvarðanir og ábyrgð á fjármálum fjölskyldunnar saman.
- Opnið heimilisbókhaldið. Hvað borgar fjölskyldan í húsnæðislán eða leigu á mánuði? En fyrir hita og rafmagn? Hver er matarkostnaður fjölskyldunnar og hvað kostar að ferðast á milli staða? Leyfið okkur að taka þátt ef við höfum okkar eigin tekjur. Það þarf ekki að vera mikið, en nóg til að við skiljum að við höldum ekki launaseðlinum öllum eftir að eilífu.
- Förum saman í bankann. Stofnum sparnaðarreikning og leggjum inn á hann reglulega. Fylgjumst með hreyfingum á reikningnum og verum meðvituð um hvaða vextir eru á honum. Hjálpið okkur að eignast debetkort þegar við megum, og kennið okkur á að nota það. Kennið okkur á hraðbanka.
- Lesum eða horfum á fréttir saman. Ræðum reglulega um eitthvað tengt fjármálum eða viðskiptum í fréttunum. Skildum við um hvað var verið að fjalla? Ef ekki, hvernig öflum við okkur upplýsinga um það? Gerum það saman því okkur grunar að fullorðnir skilji heldur ekki allt.
- Verið góðar fyrirmyndir. Ef þið eruð kærulaus með peninga eða viljið ekki kenna okkur að fara vel með þá, hvernig ætlist þið þá til að við gerum það í framtíðinni?
Category: