Það getur verið mjög lærdómsríkt fyrir börn og unglinga að fara með foreldrum sinum að versla. Þannig læra þau á peninga og hvað hlutirnir kosta. Hægt er að gera verslunarferðina bæði skemmtilega og fræðandi ef viljinn er fyrir hendi.
1. Áður en haldið er af stað skulið þið skrifa lista yfir hluti sem ykkur vantar.
2. Áætlið svo hvað hlutirnir á innkaupalistanum kosti samanlagt.
3. Takið pening út úr hraðbanka. Við skiljum oft verðgildi peninga betur ef við handfjötlum þá í staðinn fyrir greiðslukort.
4. Leyfið börnunum að finna þær vörur sem vantar og koma með tillögur að því hvað sé keypt inn.
5. Þau geta þá valið á milli sambærilegra hluta og hvort þau velji þá eftir verði eða einhverju öðru.
6. Börnin geta leitað að tilboðum og útsölum og valið hvort þau nýti sér þau.
7. Leyfið barninu að greiða fyrir vörurnar og skoða strimilinn.
8. Ef þið náið að versla fyrir lægri upphæð heldur en þið áætluðuð takið þið það sem eftir stendur og setjið saman inn á sparnaðarreikning eða í sparibauk heima.
9. Fjölskyldan setur sér markmið um að nota peningana á sparnaðarreikningnum saman í eitthvað skemmtilegt á þriggja mánaða eða hálfs árs fresti.
Á þennan hátt læra börn að versla skynsamlega, setja sér markmið og spara. Fjölskyldan nýtur svo ávaxtanna saman á jákvæðan hátt.
Category: