innkaup

Lærum á peninga með því að fara saman að versla
Fri, 09/02/2011 - 09:19,

Það getur verið mjög lærdómsríkt fyrir börn og unglinga að fara með foreldrum sinum að versla. Þannig læra þau á peninga og hvað hlutirnir kosta. Hægt er að gera verslunarferðina bæði skemmtilega og fræðandi ef viljinn er fyrir hendi.