Ráða unglingar því sjálf hvað þau gera við peningana sína?

Þeir sem eru ófjárráða ráða sjálfir hvað þeir gera við sjálfsaflafé sitt.

Sjálfsaflafé getur til dæmis verið: 

  1. laun sem unglingar hafa unnið sér inn með eigin vinnu
  2. peningagjafir frá ættingjum og vinum
  3. peningur sem forráðamenn afhenda þeim til ráðstöfunar. 

Þó eru undantekningar þar á, eins og þegar um umtalsverðar upphæðir er að ræða eða ef sá sem hefur gefið peningana gefið þá með ákveðnum skilmálum.

Forráðarmönnum er skylt að gæta peninga og eignir þess sem er ófjárráða tryggilega og sjá til þess að þær séu ávaxtaðar eins og best er á kosið.

Sýslumenn á hverjum stað eru yfirlögráðendur og samþykki þeirra þarf til ýmissa ráðstafana peninga og eigna þeirra sem eru ófjárráða. 

Nánar um réttindi ófjárráða á vef Umboðsmanns barna

Tags: