Hvað gerir eina tegund af lituðum pappír verðmætari en aðra?

Í orðabók er peningur sagður vera „opinber, viðurkenndur gjaldmiðill sem menn nota í viðskiptum (við kaup og sölu)“. Hægt er að líta á peninga sem viðurkenningu á skuld. Ef ég tek við peningum frá þér, þá viðurkenni ég að mér beri að láta af hendi vöru eða þjónustu fyrir þá upphæð. Þannig ganga peningar á milli fólks og gera því kleift að stunda viðskipti. Peningar eru tæki sem við höfum komið okkur saman um að nota til að auðvelda viðskipti. Peningar eru til í ýmsu formi, til dæmis sem pappírsseðlar eða rafrænar færslur í heimabanka eða í posum.  Áður en peningar komu til sögunnar var algengasta leiðin til að stunda viðskipti sú að skipta á vörum og þjónustu. Ef ekki væru til peningar væri alls ekki einfalt að reikna út hvað hlutirnir kosta.