Margt smátt gerir eitt stórt!

Oft eigum við það til að eyða litlum upphæðum án þess að hugsa okkur tvisvar um. En margir smáir hlutir geta kostað mikið þegar upp er staðið.   Við eyðum oft litlum upphæðum og hugsum með okkur að það sem við erum að versla í hvert skipti sé ódýrt. Ef við kaupum okkur nammi, gos og snakk fyrir 1.000 krónur á viku þá er kostnaðurinn yfir árið 52.000 krónur.  Ef við eyðum 2.000 krónum í GSM á mánuði þá kostar það okkur 24.000 krónur á ári að hringja.  Og ef við kaupum okkur til dæmis föt fyrir 8.000 krónur á mánuði, þá eyðum við 96.000 krónum yfir árið í að klæða okkur.   Ef maður sem eyðir ofangreindu á ári sparar jafn mikið á móti getur hann staðgreitt góða fartölvu eða farið í skemmtilegt ferðalag.   Margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt.