Ábyrgðarmaður

Ábyrgðarmenn lofa að greiða skuld annars aðila ef sá stendur ekki í skilum.

Með því að skrifa undir sem ábyrgðarmaður samþykkir maður að greiða skuldir annarra ef eitthvað kemur upp á. Mörg dæmi eru um að foreldrar hafi skrifað undir sem ábyrgðarmenn á lánum fyrir börnin sín og lent í því að missa húsnæði eða aðrar eignir þegar barnið hefur ekki ráðið við skuldina. Jafnframt hafa sumir lent í því að verða gjaldþrota eftir að hafa skrifað undir sem ábyrgðarmenn fyrir foreldra sína.

Besta reglan er að skrifa aldrei undir sem ábyrgðarmaður. Það er auðvelt að réttlæta það þótt einhver nákominn biðji þig um það. Sérstaklega eiga vinir að forðast það að skrifa upp á ábyrgð fyrir hvorn annan. 

Segðu bara „mér þykir of vænt um þig til að stofna sambandi okkar í hættu með svona löguðu“.