Tími er peningar

 

Vinna er þjónusta þín og tími sem þú lætur af hendi fyrir greiðslu
 
Þegar þú ert í vinnu þá ert þú að láta atvinnurekandann fá þjónustu og tíma gegn greiðslu í peningum. Þið skiptist á verðmætum og gott er að líta á vinnuna sína sem viðskiptasamband þar sem báðir aðilar eiga að græða.
 
Þú – gefur vinnu og tíma sem þú gætir notað í eitthvað annað
Atvinnurekandinn – gefur laun í formi peninga og fríðinda
 
Þegar þú hefur störf á nýjum stað verður þú að vita hvað er sanngjarnt tímakaup fyrir þá vinnu sem þú stundar.
 
Á heimasíðum verkalýðsfélaganna má sjá taxta, meðallaun og lágmarkstekjur. Fyrir starfskrafta þína ert þú að gefa tíma sem þú gætir nýtt á annan hátt. Vertu viss um að þú fáir sanngjörn laun fyrir vinnu þína og þekkir réttindi þín.