Fórnarkostnaður

Talað er um fórnarkostnað þegar þú átt til dæmis 1.000 kr. og þarft að ákveða hvort þú ætlir að eyða þeim í pizzu eða bíómiða. Ef þú velur pizzuna, þá fórnar þú bíóferðinni.

Fórnarkostnaðurinn við pizzuna var bíóferðin.

Í hagfræði vísar hugtakið fórnarkostnaður til næstbesta möguleikans þegar ákvörðun er tekin. 

Við getum keypt margvíslega hluti en þar sem við eigum takmarkað magn peninga þurfum við að vega og meta í hvað sé best að eyða þeim.

Þar sem þú áttir ekki nægan pening fyrir bíóferð og pizzu var bíóferðinni fórnað. Ef þú hefðir skellt þér í bíó hefðir þú fórnað pizzunni. 

En hvað ef við hugsum aðeins lengra? Hver er fórnarkostnaðurinn ef maður kaupir sér einn gosdrykk og samloku á 500 kr. hvern dag?

Við gefum frá okkur 500 kr. sem við hefðum getað notað í annað, til dæmis pizzusneið, núðlur eða súpu. 

Þar sem upphæðin er tiltölulega lág mætti halda að fórnarkostnaðurinn sé janframt lágur.

En hvað ef þú sparaðir þessar 500 kr. á hverjum degi í staðinn fyrir að kaupa gos og samloku og koma í staðinn með nesti að heiman? 

Á einu ári með 5% vöxtum ættir þú 172.500 kr. inni á bankabók.