Í hvað fara skattpeningarnir 2012? Skemmtileg uppsetning hjá DataMarket.

DataMarket hefur nú birt Fjárlög ársins 2012 á einfaldan og skemmtilegan hátt. Þar er hægt að sjá áætlað er að rekstur ríkisins verði rúmlega 539 milljarðar en það er hækkun um 23 milljarða frá 2011. 

Velferðarráðuneytið er stærst með 225.3 milljarða en þar af er mesti kostnaðurinn við lífeyristryggingar eða 57.2 milljarðar. Landspítalinn kostar 35.6 milljarða og Atvinnuleysistryggingasjóður 20 milljarða.  Ríkið gerir ráð fyrir að greiða 78.4 milljarða í vexti árið 2012. Fyrir svipaða upphæð mætti reka Mennta-og menningamálaráðuneytið (61.7 milljarðar) , Utanríkisráðuneytið (9.7 milljarðar) og Umhverfisráðuneytið (8.6 milljarðar).

Háskóli Íslands kostar 10 milljarða, LÍN 7 milljarða og Ríkisútvarpið 3.1 miiljarða. Íslendingar verja 1.5 milljörðum í þróunarmál og alþjóðlega hjálparstarfsemi. 

Sjá nánar hér á vef DataMarket