Fjármálaskólinn fyrir foreldra

Hvað hefðir þú viljað vita um fjármál á unglingsárum? Hvað finnst þér nauðsynlegt að börnin okkar hafi á hreinu þegar þau stíga sín fyrstu skref í fjármálum? 

Vefsíða Fjármálaskólans styður við bókina Hvað kosta ég? Hér má finna upplýsingar, myndbönd og reiknivélar sem gagnast ungu fólki sem vill læra um fjármál og ábyrga meðhöndlun peninga. Í bókinni er fjöldi verkefna og umræðuefna sem vekja áhuga og auka skilning á fjármálum. 

Undir liðnum Hvað viltu vita? eru skýringar á hugtökum tengdum fjármálum og þar sem við á eru reiknivélar og myndbönd tengd efninu. 

Hvað segir unga fólkið? gefur þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjármálum tækifæri á að tjá sig. 

Fjármálaskólinn býður einnig upp á námskeið fyrir ungt fólk og fullorðna sem vilja auka enn frekar við skilning sinn.